Grænaborg mun rísa í landinu Grænubyggð svæði 1 í Vogum.
Allir innviðir eru þegar til staðar og ráða þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni og er áformað að reisa bæði nýjan leik - og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins.
Um er að ræða frábærlega staðsett hverfi sem mun byggjast á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Hverfið er tengt núverandi byggð og því er stutt í alla helstu þjónustu.
Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á landinu um 800 á 10 ára tímabili. Um er að ræða blandaða byggð, með aðaláherslu á lítil sérbýli.
Uppbygging svæðisins er til 10 ára samkvæmt samkomulagi Grænubyggðar ehf. við Sveitarfélagið Voga. Með því að dreifa byggingartíma yfir 10 ár, er tryggt að uppbygging og stækkun gerist í hægum og öruggum skrefum og að nauðsynleg uppbygging innviða geti átt sér stað samhliða.
Verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við Sveitarfélagið Voga með það að markmiði að byggja fjölskylduvænt hverfi á einstökum stað.
Allt myndefni birt með fyrirvara - byggingarnefndarteikningar gilda.
Vefvinnsla og hönnun: ONNO ehf